Ef ég gæti fundið persónuna sem fann upp á piparkökum myndi ég smella einum rennblautum koss á þá manneskju. Piparkökur fela nefnilega í sér endalausa möguleika í bakstri og krydduðu kökurnar gera nánast hvað sem er stórkostlegt.

Eins og þessar vöfflur sem ég get ekki talað nógu vel um. Þær ilma eins og jólin og það er æðislegt að hafa vöfflujárnið á fullu á aðventunni og finna húsið fyllast af yndislegri piparkökulykt.

Svo er þetta barasta ekkert mál og ágætis tilbreyting frá hefðbundnum vöfflum. Eða það finnst mér allavega – vonandi eru þið á sama máli.

Í uppskriftinni er brúnt smjör en þeir sem ekki kunna það geta fundið leiðbeiningar í þessari uppskrift.


Stórkostlegar piparkökuvöfflur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið öllum þurrefnum vel saman.
  2. Brúnið smjör í litlum potti. Leyfið því síðan aðeins að kólna.
  3. Blandið saman eggjum, sýrðum rjóma, sírópi og mjólk. Blandið smjörinu síðan saman við það.
  4. Hellið smjörblöndunni saman við þurrefnin þar til blandan er kekkjalaus.
  5. Hitið vöfflujárnið og bakið vöfflurnar. Skreytið með þeyttum rjóma og muldum piparkökum.

Umsagnir

Umsagnir