Ég elska að koma fólki á óvart og því finnst mér rosalega skemmtilegt að baka bollakökur með einhverju földu í miðjunni.
Ég prófaði mig áfram með karamellubúðing sem heppnaðist svona rosalega vel þannig að ég ákvað að hlaða í karamellubollakökur fylltar með karamellubúðingi. Ofan á er síðan karamellukrem og punkturinn yfir i-ið er karamellusósan ofan á.
Of mikið af karamellu gætuð þið sagt en eins og ég segi alltaf: Það er aldrei of mikið af karamellu!
        Bollakökur með karamellubúðing og karamellukremi    
                | 
             | 
                                
             | 
                    
        Ingredients    
                
        Búðingur    
                - 1msk Kornax-hveiti
 - 1/4tsk sjávarsalt
 - 1/2bolli púðursykur
 - 1bolli nýmjólk
 - 2 Nesbú-egg
 - 1msk smjör
 - 1/2tsk vanilludropar
 
        Karamellusósa    
                - 200g sykur
 - 100g smjör
 - 200ml rjómi
 - 1tsk vanilludropar
 - 1/4-1/2tsk sjávarsalt(ef vill)
 
        Bollakökur    
                - 1 1/2bolli Kornax-hveiti
 - 1tsk lyftiduft
 - 1/2tsk salt
 - 8msk mjúkt smjör
 - 1bolli sykur
 - 2 stór Nesbú-egg
 - 1/2bolli sýrður rjómi
 - 1/4bolli karamellusósa
 - 1tsk vanilludropar
 
        Krem    
                - 115g mjúkt smjör
 - 2bollar flórsykur
 - 1tsk vanilludropar
 - 1/4bolli karamellusósa(plús meira ofan á kremið)
 
        Instructions    
                
        Búðingur    
                - Setjið hveiti, salt, sykur og helminginn af mjólkinni í pott og hrærið vel.
 - Þeytið eggin í lítilli skál með hinum helmingnum af mjólkinni.
 - Bætið eggjablöndunni út í pottinn og hrærið vel.
 - Setjið pottinn á hellu yfir lágum til meðal hita og hrærið stanslaust með písk þar til blandan byrjar að þykkna (10-15 mínútur)
 - Takið af hitanum og blandið vanilludropunum saman við.
 - Leyfið búðingnum að kólna við stofuhita og skellið honum síðan inn í ísskáp.
 
        Karamellusósa    
                - Hitið sykurinn í pönnu yfir lágum til meðal hita þar til hann byrjar að brúnast. Passið að brenna hann ekki. Hrærið þar til sykurinn er allur bráðinn.
 - Takið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við.
 - Setjið pönnuna aftur á lágan hita og haldið áfram að hræra þar til allt er búið að blandast vel saman.
 - Bætið rjóma, vanilludropum og salti saman við og hrærið vel þar til allt er blandað saman. Þetta gæti tekið tíma.
 - Leyfið sósunni að malla í 10 mínútur á lágum hita þar til hún er silkimjúlk.
 - Skellið sósunni í krukku og leyfið henni að kólna.
 
        Bollakökur    
                - Hitið ofninn í 180°C og takið til 12-14 möffinsform.
 - Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál.
 - Blandið smjöri og sykri vel saman og bætið síðan eggjunum við, einu í einu.
 - Blandið sýrðum rjóma og vanilludropum saman í lítilli skál.
 - Bætið síðan þurrefnum og vanillublöndunni saman við smjörblönduna á víxl þar til allt er blandað saman.
 - Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í um 18 mínútur.
 - Leyfið kökunum að kólna og skerið svo litla holu í miðjuna á hverri köku. Fyllið holuna með karamellubúðing.
 
        Krem    
                - Blandið öllum hráefnum vel saman og skreytið kökurnar.
 - Hellið karamellusósu yfir kremið og borðið með bestu lyst.