Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun Blaka. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.blaka.is. Blaka og blaka.is er hluti af fyrirtækinu Nían framkvæmdahús, kt. 5711151070, vsk númer 122058.
Blaka áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur. Hægt er að skila eða skipta vörum innan 14 daga gegn framvísun greiðslukvittunar. Vörur fást ekki endurgreiddar.
Þegar þú verslar á www.blaka.is getur þú valið á milli þess að sækja hjá ástríðubakaranum Lilju Katrínu Gunnarsdóttur á heimili hennar að Melgerði 21, 200 Kópavogi, eða fengið pöntunina þína senda með Íslandspósti. Sendingarkostnaður sem leggst ofan á vöruverð er 750 krónur. Veljir þú að fá vörur póstlagðar getur það tekið 1-3 virka daga innanlands og allt að 20 dögum ef sent er utan Íslands.
Ef þarf að senda vörur með pósti tek ég mér 2 virka daga til að ganga frá því. Ef vara er sótt í Melgerði 21, 200 Kópavogi er hægt að nálgast hana frá 9.00 – 16.00 virka daga. Helgarafgreiðsla er samkomulagsatriði. Ef vara er enn ógreidd eftir 2 vikur fellur pöntunin sjálfkrafa niður.
Allar greiðslur fara fram á öruggan hátt, með millifærslu eða í gegnum greiðslusíðu Borgunar svo kreditkortanúmer og viðkvæmar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar á blaka.is.
Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.blaka.is eru eign Níunnar framkvæmdahúss ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Níunni framkvæmdahúsi ehf.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið lilja@vefgerdin.is eða í síma 6967098 ef einhverjar spurningar vakna.