Ég eeeelska að baka bollakökur. Það er svo endalaust gaman að leika sér með mismunandi bragð, krem, fyllingu og skraut. Ég get alveg gleymt mér með kökusprautuna á lofti öll útötuð í ætu glimmeri en það er alveg þess virði.

Í dag býð ég upp á bollakökur sem gjörsamlega bráðna í munninum á manni. Og það finnst öllum þær góðar. Barninu mínu sem er ekki hrifið af nýjungum í kökugerðarlistinni. Manninum mínum sem er lítill kökukall. Meira að segja hundurinn varð hálf sturlaður þegar hann fékk að vita að hann mætti ekki borða þessa dásemd.

Til að einfalda mér lífið aðeins keypti ég tilbúnar piparkökur í þessar yndiskökur og finnst mér það ekkert verra en að nota mínar eigin heimagerðu piparkökur. Já, ég viðurkenni það fúslega. Ég kaupi tilbúnar piparkökur og mér finnst þær æði. Só?


Trylltar bollakökur með fullt af piparkökum
Hráefni
Kökur
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180°C. Takið til 24 möffinsform og setjið eina piparköku í botninn.
  2. Blandið þurrefnum vel saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Hrærið olíu og púðursykur vel saman og bætið svo egginu við.
  4. Blandið því næst sírópinu og súrmjólkinni vel saman við.
  5. Blandið þurrefnunum varlega saman við olíublönduna þar til allt er blandað saman.
  6. Skiptið deiginu bróðurlega á milli möffinsformanna og bakið í 17 til 19 mínútur. Leyfið kökunum alveg að kólna áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Hrærið rjómaostinn þar til hann er orðinn mjúkur.
  2. Bætið smjörinu við og hrærið vel.
  3. Blandið púðursykri og 1 bolla af flórsykri saman við.
  4. Hellið því næst restinni af flórsykrinum út í blönduna smátt og smátt á meðan þið hrærið.
  5. Í lokin er saltinu og vanilludropunum hrært saman við. Og svo má skreyta kökurnar en ég mæli með því að setja eina piparköku ofan á hverja bollaköku - það er himneskt!

Umsagnir

Umsagnir