Ókei, það kannast flestir við sjónvarpsköku. Mjög svo basic kaka sem finna má á mörgum kaffistofum út um hvippinn og hvappinn.

Þar sem ég elska góða sjónvarpsköku þá ákvað ég að leika mér aðeins með uppskriftina í anda þema mánaðarins sem er jú Guðs gjöfin hvítt súkkulaði.

Og ég er að segja ykkur það krakkar – þið hafið aldrei smakkað sjónvarpsköku eins og þessa. Biti af henni er eins og biti af himnaríki.


Súper sjónvarpskaka
Hráefni
Kaka
Mulningur
Leiðbeiningar
Kaka
  1. Hitið ofninn í 180° gerið form tilbúið. Ég notaði tvö mini-formkökuform sem ég keypti í Tiger um daginn - ég mæli með þeim!
  2. Blandið sykri og smjöri vel saman. Bætið eggjunum við, eitt í einu.
  3. Blandið því næst vanilludropum, sýrðum rjóma og rjóma saman við.
  4. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman við og blandið vel. Bætið kókosflygsunum út í og hrærið varlega með sleif eða sleikju. Setjið blönduna í form og búið til mulning.
Mulningur
  1. Blandið púðursykri, sykri og hveiti saman í skál. Bræðið smjör og hellið því yfir. Blandið því næst kókosflygsunum saman við.
  2. Setjið mulninginn yfir deigið og drissið því næst hvítum súkkulaðidropum yfir. Bakið í 45 til 55 mínútur - allt eftir stærð formsins. Psst! Hér er líka hægt að búa til mjög skemmtileg möffins - þá er bökunartími sirka 25 til 30 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir