Jibbý! Uppáhaldsmánuðurinn minn er byrjaður – sjálfur desember! Jólamánuðurinn og þá skal sko baka. Það er eiginlega skylda.

Ég hef alveg sérlega gaman að því að baka smákökur. Ég hreinlega elska það. Það fylgir því svo mikil stemning og svo gaman að prófa sig áfram með alls kyns blöndur af smákökudeigi sem stundum heppnast stórkostlega en stundum verður til einhver hryllingur. En það er líka allt í lagi – þá fæðist allavega góð og fyndin saga.

Ég ætla að byrja mánuðinn, sem ég mun helga smákökum, á súkkulaðisamlokukökum með dúnmjúku hnetusmjörskremi. Þessar eru eiginlega algjörlega ómótstæðilegar! Uppskriftin er mjög einföld og ætti hver sem er að geta dundað sér við þetta á fallegum desemberkvöldum. Tilvalið helgarverkefni!


Súkkulaðikökur með hnetusmjörskremi
Hráefni
Smákökur
Krem
Leiðbeiningar
Smákökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og klæðið ofnplötur með smjörpappír.
  2. Setjið smjör og súkkulaði í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra inná milli.
  3. Leyfið smjörblöndunni að kólna aðeins og bætið síðan púðursykri, sykri, eggjum, eggjarauðum og vanilludropum saman við og hrærið vel með písk.
  4. Blandið þurrefnum vel saman í annarri skál og bætið þeim síðan varlega saman við smjörblönduna.
  5. Raðið deigkúlum á ofnplöturnar með góðu millibili því þessar dreifa úr sér.
  6. Bakið í 9-10 mínútur og leyfið kökunum alveg að kólna áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Hrærið hnetusmjör og smjör vel saman í 3-4 mínútur.
  2. Bætið flórsykri, vanilludropum og salti saman við og hrærið vel.
  3. Bætið mjólk út í ef þarf. Setjið krem á helminginn af kökunum og notið hinn helminginn af kökunum til að loka samlokunum. Borðið með bestu lyst!

Umsagnir

Umsagnir