Ég hef nú áður gasprað um það að mér finnst ofboðslega gaman að baka smákökur. Í öllum stærðum og gerðum. Með alls kyns gúmmulaði eða algjörlega berstrípaðar. Með kremi eða ekki.

Þessar smákökur sem ég deili með ykkur í dag heita á ensku „Sugar Cookies“ og þær eru fullkomnar í alls kyns skreytingar því þær stækka ekkert eða renna til og frá. Þannig að það er vel hægt að skera út alls kyns munstur með þessu deigi, svo lengi sem þið passið að kæla það nógu lengi, eins og stendur í uppskriftinni.

En þessar smákökur eru ekki bara tilvaldar í skreytingar heldur eru þær líka afskaplega bragðgóðar. Þeir sem vilja geta skreytt þær með glassúr en ég ákvað að sleppa glassúrnum alveg en notaði hins vegar kökustimpil til að skreyta nokkrar, sem mér fannst koma vel út.

Og var ég búin að minnast á það að þessar kökur eru svakalega einfaldar og það er nánast ómögulegt að klúðra þeim? Skemmtið ykkur í eldhúsinu!


Smákökur gerast ekki mikið einfaldari
Leiðbeiningar
  1. Blandið smjöri og flórsykri vel saman í skál og bætið síðan eggi og vanilludropum saman við.
  2. Blandið hveiti og lyftidufti vel saman við og notið síðan hendurnar til að hnoða deigið til.
  3. Setjið deigið í plastfilmu og kælið það inní ísskáp í klukkustund.
  4. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  5. Takið deigið úr ísskápnum og fletjið það út frekar þunnt.
  6. Skerið fígúrúr eða hvað sem er úr deiginu og raðið á ofnplöturnar. Þessar mega vera þétt saman því þær breiða ekki úr sér.
  7. Bakið í 10-12 mínútur, eða þar til brúnir eru farnar að brúnast. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en þið borðið þær eða setjið á þær glassúr.

Umsagnir

Umsagnir