Ég elska fátt meira en að baka góðar smákökur og þetta, dömur mínar og herrar, eru trylltar smákökur!

Hér á heimilinu erum við mjög hrifin af hvítu súkkulaði og poppi og því fannst mér tilvalið að blanda þessu tvennu saman í smáköku sem er svo góð að það ætti að vera ólöglegt!

Þessi uppskrift er líka svo fáránlega einföld að það hálfa væri nóg og er um að gera að baka þessar með krökkunum. Þeir eiga eftir að elska þessar litlu dásemdir!


Sætar smákökur með poppi og hvítu súkkulaði
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffur.
  2. Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman í skál.
  3. Hrærið egginu saman við, síðan vanilludropum og hrærið vel.
  4. Blandið hveiti og matarsóda saman í annarri skál og blandið því síðan vel saman við smjörblönduna.
  5. Bræðið 1 matskeið af smjöri og blandið vel saman við poppið.
  6. Blandið poppinu varlega saman við deigið með sleif eða sleikju.
  7. Búið til litlar kúlur úr deiginu og bakið í 8-10 mínútur en passið ykkur - þær dreifa svolítið úr sér þessar elskur.

Umsagnir

Umsagnir