Aldrei í lífi mínu hélt ég að mér myndi finnast viskí trufflur góðar, en viti menn – þessar eru æðislegar!

Ég hef aldrei verið mikið fyrir viskí og alltaf fundist lyktin aðeins of yfirþyrmandi. Svo fyrir nokkrum árum, þegar ég nam leiklist í rússneskum skóla í Danmörku bað kennarinn minn mig um að fá mér nokkur viskískot því ég var að túlka fyllibyttu sem var algjörlega týnd í lífinu og fannst honum aðeins of augljóst að ég hafði aldrei bragðað viskídropa þegar ég drakk ímyndaða viskíið á sviðinu.

Þannig að ég tyllti mér á bar og prófaði. Fyrst með klaka og síðan án. Þennan eftirmiðdag lærði ég að meta viskí.

En ég hef aldrei smakkað jafn gott viskí og Bulleit Bourbon. Það er svo gott að mig langar að búa til ilmvatn úr því og baða mig upp úr því. Eftirbragðið er algjörlega himneskt og vissi ég strax að ég yrði að búa til eitthvað tryllt konfekt úr því. Og þannig fæddust bestu trufflur sem ég hef gert.

Gjöriði svo vel!


Rosalegar viskí trufflur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Setjið súkkulaði, smjör og rjóma í skál og bræðið saman í örbylgjuofni. Kíkið á blönduna á 30 sekúndna fresti og hrærið í henni. Endurtakið þar til allt er bráðnað.
  2. Bætið viskíi og salti saman við og hrærið þar til blandan er glansandi fögur.
  3. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkustundir.
  4. Setjið kakó á disk. Búið til kúlur úr súkkulaðiblöndunni og veltið þeim upp úr kakóinu.
  5. Trufflurnar geymast í lofttæmdu íláti í allt að 4 vikur.

Umsagnir

Umsagnir