Loksins, loksins er desembermánuður kominn! Ég er búin að hlakka svo til að deila með ykkur uppskriftunum mínum fyrir jólamánuðinn því þemað er piparkökur og ég eeeelska piparkökur!

Allar uppskriftirnar í desember eru innblásnar af þessum krydduðu kökum sem mér finnst að ættu að vera í boði allan ársins hring.

Ég ætla auðvitað að byrja mánuðinn á uppskrift að ekta, gamaldags, heimagerðum piparkökum. Uppskriftin er komin frá mömmu minni og er algjörlega skotheld. Mamma er líka algjör snillingur í eldhúsinu og kenndi mér allt sem ég kann.

Vanalega þarf að kæla piparkökudeig áður en maður fletur það út en ekki þetta. Og svo er stór plús að það er ekkert mál fyrir krakka að bæði fletja það út og skera út fallegar fígúrúr. Ég gef þessum kökum mín bestu meðmæli og ég algjörlega dýrka piparkökulyktina sem fyllir öll rými í húsinu. Nú mega jólin koma fyrir mér!


Piparkökurnar hennar mömmu
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 200°C og takið til bökunarpappírsklæddar ofnplötur.
  2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál.
  3. Myljið smjörið saman við þurrefnin.
  4. Búið til holu í deigið. Hellið sírópinu og mjólkinni í holuna og hrærið saman.
  5. Setjið deigið á borð og hnoðið.
  6. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út myndir eða mótið úr því kúlur.
  7. Bakið kökurnar í miðjum ofni í 10 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir