Ég hef oft og mörgum sinnum gert ostakökutrufflur og alltaf held ég að ég geti beitt mig einhverri smá sjálfsstjórn og ekki borðað tuttugu í einu. Og alltaf hef ég jafn rangt fyrir mér.

En ég verð að deila með ykkur ofureinfaldri uppskrift að þessum trufflum sem eru svo unaðslega góðar að maður nánast missir vitið. Þið verðið barasta að prófa og sjá hvort þið getið staðist þær. Ég held ekki.

Ég setti bláber í þessar en auðvitað er hægt að sleppa berjum eða nota önnur ber. Þið bara leikið ykkur með þetta allt saman.


Ómótstæðilegar ostakökutrufflur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið rjómaosti, hafrakexi, flórsykri og vanilludropum vel saman í skál.
  2. Hrærið bláberin varlega saman við með sleif eða sleikju.
  3. Setjið plastfilmu yfir skálin og kælið í 1-2 klukkustund eða þar til blandan er orðin nógu stíf til að móta kúlur úr.
  4. Bræðið súkkulaðið (ég nota alltaf ljóst hjúpsúkkulaði).
  5. Mótið kúlur úr ostakökublöndunni og dýfið þeim ofan í súkkulaðið og passið að hylja alla kúluna.
  6. Raðið á smjörpappír og leyfið súkkulaðinu að storkna. Og gúffið síðan í ykkur!

Umsagnir

Umsagnir