Það hlaut að koma að því að maður myndi hlaða í einn marens – enda frekar glatað að vera með bökunarblogg og ekki bjóða upp á yndislegt rjómasull og með’í.

Þessi marens er svo sem ekki tilefni til að stöðva prentvélarnar og búa til nýja forsíðu á bökunartíðindunum en góður er hann! Munið bara að hræra eggjahvíturnar og sykurinn nógu lengi svo þið fáið alvöru, djúsí marens. Og ekki spara lyftiduftið – þetta lyftir sér ekki sjálft!


M(ar)m(ara)m(arens)
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C. Byrjið á að bræða súkkulaðið og leyfa því að kólna.
  2. Þeytið eggjahvítur og salt saman þar til blandan byrjar að freyða. Blandið þá sykri varlega saman við og þeytið í 15 til 20 mínútur.
  3. Blandið kakói og lyftidufti saman við. Blandið síðan súkkulaðinu saman við með sleif og ekki blanda of vel - við viljum marmaraáferð á marensinn.
  4. Þessi uppskrift dugir í einn stóran botn (eina ofnskúffu) eða tvo minni. Ég setti minn á ofnskúffu. Svo bara inní ofn og lækka hitann á honum í 150°C. Bakið í klukkutíma til einn og hálfan tíma. Opnið síðan ofninn og leyfið marensinum að kólna inni í ofninum.
  5. Þeytið rjóma með flórsykri og fræjum úr einni vanillustöng. Skellið á marensinn og skreytið með því sem þið viljið. Ég notaði súkkulaði og karamellukurl.
  6. Marensinn er bestur ef hann fær að liggja í rjómanum yfir nótt.

Umsagnir

Umsagnir