Nú er ég nýkomin úr sumarbústað en ég var búin að ákveða að gera einhverjar tilraunir þar með nýjasta uppáhaldið mitt: pipardöðlur.

Ég gerði algjör byrjendamistök og gleymdi að taka með mér kökuform en ég reddaði því einfaldlega með því að búa til kökuform úr álpappír. Ég mæli með því ef þið eruð í vanda!

Síðan fæddist þessi elska. Lakkrísskyrterta með pipardöðlubotni. Þarf ég að segja eitthvað meira? Þetta er hreinlega eitt af mínum bestu verkum allra tíma!

Njótið vel og lengi!


Lakkrísskyrterta með pipardöðlubotni
Hráefni
Botn
Skyrfylling
Leiðbeiningar
Botn
  1. Takið til form sem er sirka 18-20 sentímetra stórt. Ég ákvað að gera mína köku kassalaga en auðvitað er það bara smekksatriði. Og athugið að það er lítið mál að tvöfalda þessa uppskrift því þessi kaka klárast á núll einni.
  2. Setjið döðlur, smjör og púðursykur í pott og bræðið saman yfir meðalhita.
  3. Látið blönduna sjóða og malla þar til döðlurnar hafa nánast leysts upp og minna á karamellur, í sirka 3-5 mínútur. Gott er að þrýsta á döðlurnar með viðarsleif á meðan þetta mallar. Þetta er í raun líkt og hið hefðbundna döðlugott sem allir elska.
  4. Takið pottinn af hellunni og blandið Rice Krispies saman við eftir smekk.
  5. Þrýstið blöndunni í botninn á forminu og kælið alveg inni í ísskáp.
Skyrfylling
  1. Þeytið rjómann. Hrærið hin hráefnin vel saman og blandið síðan rjómanum varlega saman við.
  2. Skellið blöndunni ofan á botninn og aftur inn í ísskáp í 2-3 tíma. Svo er náttúrulega tryllt að strá smá pipardufti yfir kökuna rétt áður en hún er borin fram!

Umsagnir

Umsagnir