Ég elska að finna eitthvað nýtt í stórmörkuðum sem vekur upp löngunina til að baka. Það gerðist í Kosti í vikunni þegar ég keypti svolítið sem ég geri aldrei – tilbúið krem. En þetta tilbúna krem öskraði á mig. Hershey’s Cookies and Cream-krem. Fattið af hverju það öskraði á mig?! Þannig að ég spáði og spekúleraði og ákvað svo að búa til frekar venjulegar bollakökur með hvítu súkkulaði til að vera undir þessu unaðslega kremi sem ég fann. Útkoman var nánast himnesk. Eða mér fannst það því ég elska Cookies and Cream. En svo komu gestir og þeim fannst kökurnar líka himneskar. Þannig að niðurstaðan er: bakið þessar kökur – þær eru osom!

Hér fyrir neðan er náttúrulega bara uppskriftin að kökunum sjálfum því við skulum vona að þetta krem fáist í Kosti þar til heimurinn springur í tætlur, það er svo gott.

 

Kökur og krem
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í einni skál.
  2. Blandið sykri og smjöri vel saman. Bætið því næst eggi, eggjahvítu og vanilludropum saman við.
  3. Skiptist síðan á að blanda þurrefnum og mjólk saman við smjörblönduna í þremur hollum. Saxið hvíta súkkulaðið og blandið saman við með sleif.
  4. Bakið í 17 til 20 mínútur og leyfið kökunum alveg að kólna áður en þær eru skreyttar. P.s. Skrautið ofan á mínum fylgdi með tilbúna, æðisgengna kreminu!

Umsagnir

Umsagnir