Af hverju er hún hættuleg? Jú, hún er bara svo tryllingslega góð!

Loksins er júní genginn í garð – sjálfur afmælismánuður Blaka. Eitt ár er síðan ég opnaði þetta kökublogg mitt og hafa viðtökurnar farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska ykkur kæru Blakaranir mínir og elska að þið hafið áhuga á að skoða þessar uppskriftir mínar. Þið eruð æði!

Og út af því að Blaka á afmæli þá ákvað ég að júní yrði ostakökumánuður. Af hverju? Nú, út af því að ég veit ekkert betra að baka en dúnmjúka og sturlaða ostaköku. Ég fer létt með að klára heilu ostakökurnar skal ég segja ykkur þannig að ég hef lítið verið að bjóða með mér af þessum kræsingum sem ég býð upp á í júní.

En hér er fyrsta uppskriftin að ostaköku. Og það er ostakaka sem er blanda af brúnku og hnetusmjörsostaköku. Þessi blanda er rosaleg! Góðar stundir.


Hættuleg hnetusmjörsostakaka
Hráefni
Brúnka
Hnetusmjörsostakaka
Leiðbeiningar
Brúnka
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til bökunarform sem er ca 20 sentímetra stórt - annað hvort hringlaga eða kassalaga.
  2. Bræðið smjör og súkkulaði saman, annað hvort í potti eða í örbylgjuofni, og blandið vel saman.
  3. Hellið smjörblöndunni í skál og blandið sykri, eggjum, salti og vanilludropum vel saman við með písk.
  4. Blandið hveiti saman við og hellið blöndunni í formið.
Hnetusmjörsostakaka
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman í hrærivél eða með handþeytara.
  2. Hellið ostakökublöndunni ofan á brúnkuna í bökunarforminu og notið hníf til að blanda þessu tvennu aðeins saman - ekki of mikið samt.
  3. Bakið í 40 mínútur og leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið rífið hana í ykkur.

Umsagnir

Umsagnir