Ég bakaði þessa köku fyrir yndislegt fólk en var pínulítið stressuð um hvort þetta myndi ganga upp. Epli, pekanhnetur og hnetusmjör. Væri þetta skotheld blanda?

Það er skemmst frá því að segja að þessi kaka sló rækilega í gegn, ekki síst út af því að hún er frekar óvenjuleg.

Ég viðurkenni það alveg að það þarf aðeins að nostra við hana en hún er alls ekki flókin. Og sama hvað þið gerið, ekki sleppa mulningnum sem ég notaði til að skreyta kökuna! Hann færir þessa köku upp á hærra plan!


Geggjuð epla-, pekan- og hnetusmjörskaka
Hráefni
Kökubotnar
Pekanmulningur
Leiðbeiningar
Kökubotnar
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til tvö hringlaga form sem eru sirka 20 sentímetra stór. Smyrjið þau vel og dustið hveiti inní þau.
  2. Takið 1/3 af hveitinu frá og blandið restinni saman við lyftiduft, kanil og salt.
  3. Þeytið smjörið í 1-2 mínútur og blandið því síðan saman við sykurinn.
  4. Bætið vanilludropum saman við smjörblönduna og bætið síðan eggjum saman við, einu í einu.
  5. Skiptist síðan á að blanda hveitiblöndunni og mjólkinni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.
  6. Blandið eplum og 1/3 bolla af hveitinu saman og blandið þeim síðan saman við deigið, sem og pekanhnetunum.
  7. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 30-35 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.
Pekanmulningur
  1. Hækkið hitann á ofninum í 190°C og setjið smjörpappír á ofnplötu.
  2. Blandið öllum hráefnum saman og dreifið blöndunni á ofnplötuna.
  3. Bakið í 8-10 mínútur, en hrærið í blöndunni eftir ca 5 mínútur. Leyfið þessu að kólna og brjótið þetta síðan í litla bita.
Krem
  1. Þeytið smjör og hnetusmjör saman í 2-4 mínútur.
  2. Bætið flórsykri, vanilludropum og sjávarsalti saman við og hrærið vel. Ef kremið er of þykkt er hægt að bæta mjólk við, en bara 1 matskeið í einu.
  3. Setjið krem á kökuna og skreytið hana að vild með pekanmulningnum.

Umsagnir

Umsagnir