Það eru aaalveg að koma jól sem þýðir að ég hef milljón afsakanir fyrir því að hanga mjög mikið í eldhúsinu og föndra smákökur og konfekt.

Ég hef aldrei bakað smákökur með eplum í þannig að ég ákvað að grípa tækifærið fyrst það var eplamánuður og prófa. Ég sé svo aldeilis ekki eftir því þar sem þessar kökur eru algjörlega sjúkar.

Ég gerði aðra tilraun þegar kom að kreminu en mig langaði að hafa nokkrar án krems en gera samlokur úr nokkrum með kremi á milli. Ég þeytti í hefðbundið smjörkrem en prófaði síðan að hræra smá Jell-o dufti með kirsuberjabragði saman við til að sjá hvernig það kæmi út. Í stuttu máli var það ææææðislegt! Þið verðið að prófa!

Ef þið treystið ykkur ekki í kirsuberjamambóið getið þið þeytt í hefðbundið karamellusmjörkrem en uppskrift að því má finna hér.


Dínamískar hafrakökur með eplum og kirsuberjakremi
Hráefni
Smákökur
Leiðbeiningar
Smákökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og læðið ofnplötur með smjörpappír.
  2. Þeytið smjör og púðursykur vel saman.
  3. Bætið eggi, sírópi og vanilludropum út í og hrærið vel saman við.
  4. Bætið því næst haframjöli, hveiti, múskati, kanil, salti og matarsóda saman við og hrærið þar til allt er blandað saman.
  5. Bætið eplunum út í með sleif eða sleikju - eða bara með höndunum.
  6. Búið til eins stórar eða litlar kökur og þið viljið og raðið á ofnplöturnar. Bilið á milli þeirra þarf ekki að vera langt þar sem þær breiða ekkert úr sér.
  7. Bakið í 12-15 mínútur og leyfið kökunum síðan að kólna alveg.
Krem
  1. Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og bætið síðan flórsykri út í.
  2. Bætið vanilludropum, salti og Jell-o saman við og hrærið vel.
  3. Setjið krem á annan helming af kökunum og þrýstið síðan hinum helmingnum ofan á.

Umsagnir

Umsagnir