Vinsælustu smákökuuppskriftir Blaka

Nú styttist óðum í fyrsta sunnudag í aðventu. Ég held í þá hefð að byrja jólabaksturinn á þeim degi og baka vanalega nokkrar sortir með fjölskyldunni minni. Þetta er algjörlega heilög stund sem ég met mikils.

Því ákvað ég að taka saman þær smákökuuppskriftir á Blaka sem hafa verið vinsælastar síðasta eina og hálfa árið eða svo. Þið afsakið myndirnar sem eru ekki alltaf nógu góðar en uppskriftirnar eru góðar og gildar – og einfaldar! Svo getið þið alltaf smellt í flokkinn Smákökur hér til hægri og skoðað allt úrvalið. Góða bakstursskemmtun!

img_2412-1024x1024

1. Rosalegar smákökur með Snickers og karamellu

Við erum að tala um Snickers og karamellur – í smáköku! Getur þetta klikkað? Nei, ég held ekki.

img_3292

2. Toblerone-smákökur

Leggjum reiðina til hliðar yfir því að Toblerone-inu hafi verið breytt á mjög skringilegan hátt á dögunum og bökum þessar æðislegu dúllur!

img_3737-1024x1024

3. Hvítt súkkulaði og karamellukurl

Ég elska, elska, elska karamellukurl! Og vá, hvað það fer vel saman við hvítt súkkulaði!

img_9150-1024x1024

4. Syndsamlega góðar Subway-smákökur

Ég veit ekki með ykkur en ég gæti borðað Subway-smákökurnar í öll mál. Þessar klikka ekki!

lomogram_2014-08-07_12-41-16-am-768x1024

5. Brúnt smjör og pekanhnetur

Ef það er einhver smákaka sem fer fullkomlega með kaffi þá er það þessi hér! Brúnað smjör færir smákökur upp á annað level!

img_3978-1024x1024

6. Kanilkökur með hvítu súkkulaði

Aftur hvítt súkkulaði. Ég bara fæ ekki nóg af því!

Umsagnir

Umsagnir