Um Blaka

Ég heiti Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Ég elska að baka.

Einn daginn hugsaði ég: Hvað ætti ég að taka mér fyrir hendur sem gerði mig virkilega ánægða? Jú, kökublogg. Að baka alls konar kökur, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það.

Frumlegasta hugmynd í heimi? Nei, ekki svo mjög. En þetta gerir mig ánægða.

Þannig að ég kynni með stolti: blaka.is.

Ekki kíkja inn á síðuna mína ef þið fílið ekki góðar kökur sem eru stútfullar af sykri, smjöri og almennri gleði. Þá verðið þið bara leið.

En ef þið fílið litríkar, flippaðar og gómsætar kökur þá megið þið endilega kíkja við og ég vona að síðan gleðji ykkur.

Í hverjum mánuði verður sérstakt þema sem tengist mánuðinum á einhvern hátt – eða fer bara algjörlega eftir skapinu mínu. Ef þið lumið á þema sem þið viljið sjá í bakstri endilega baunið því á mig!