Nú styttist óðfluga í jólin og margir eflaust farnir að huga að smákökubakstrinum. Ég baka alltaf alltof margar sortir, borða alltof margar kökur og verð alltof sykursæt á aðventunni. En þannig á það líka að vera #mínskoðun.

Hér eru einar rosalegustu smákökur sem ég hef smakkað en þar sem þær kláruðust samdægurs á heimilinu verð ég víst að baka þær aftur fyrir jólin. Æ, æ, ég er mjög sár yfir því. Eða ekki.

Uppskriftin er einföld en þessar kökur taka smá tíma þar sem það þarf að brúna smjörið og skella deiginu inn í ísskáp í heilan sólarhring. En trúiði mér – þessar smákökur eru biðarinnar virði!

Ef þið kunnið ekki að brúna smjör má finna leiðbeiningar í þessari uppskrift.


Rosalegar smákökur með Snickers og karamellu
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á því að brúna smjörið og leyfið því að kólna.
  2. Blandið þurrefnunum saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið rjómaosti, púðursykri og sykri vel saman við brúnaða smjörið.
  4. Bætið eggjunum við smjörblönduna, einu í einu, og síðan vanilludropunum.
  5. Blandið þurrefnunum varlega saman við smjörblönduna á meðan þið hrærið stanslaust.
  6. Blandið síðan súkkulaði og Snickers varlega saman við með sleif. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið í einn sólarhring.
  7. Hitið ofninn í 180°C og klæðið ofnskúffur með bökunarpappír.
  8. Búið til kúlur úr deiginu á stærð við golfbolta, gerið dæld í miðjuna og setjið einn karamelluhelming í hverja köku. Gerið boltann aftur hringlaga þannig að deigið hylji karamelluna.
  9. Bakið í 10 til 12 mínútur og passið að hafa bil á milli kakanna því þær breiða úr sér.
  10. Leyfið kökunum að kólna áður en þið gúffið þeim í ykkur því karamellurnar þurfa að storkna aðeins.

Umsagnir

Umsagnir