Ó, júlí! Hve gómsætur þú verður! Samstarfskona mín nefnilega stakk upp á sykurpúðaþema sem ég greip á lofti enda mikill aðdáandi sykurpúða eins og litlu krakkarnir. Mér finnst þetta eðal sumarþema þar sem mörgum finnst gaman að grilla sykurpúða eftir góða grillmáltíð.

Ég byrja á algjörlega tryllingslega góðum Rice Krispies- og sykurpúðastykkjum sem eru svo fáránlega góð að þau klárast á svipstundu. Maður getur bara ekki hætt!

Og uppskriftin góða fólk er svo einföld að það hálfa væri nóg. Æðislegur sumareftirréttur.


Rice Krispies- og sykurpúðabrjálæði
Hráefni
Sykurpúðalag
Súkkulaðilag
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ílangt form, ca 30-33 sentímetra að lengd.
  2. Blandið öllum hráefnum nema súkkulaði vel saman. Bætið því næst súkkulaðinu saman við og blandið vel saman.
  3. Skellið þessu inn í ofn í 15-17 mínútur.
Sykurpúðalag
  1. Dreifið sykurpúðunum yfir botninn og setjið aftur inn í ofn í um 3 mínútur.
  2. Takið formið út úr ofninum og leyfið þessu að kólna.
Súkkulaðilag
  1. Bræðið súkkulaði og hnetusmjör saman í potti yfir vægum hita.
  2. Blandið Rice Krispies saman við og smyrjið yfir sykurpúðalagið.
  3. Kælið í um klukkustund og njótið síðan.

Umsagnir

Umsagnir