Jæja. Hvað skal segja? Ostakökur: góðar! Hvitt súkkulaði: gott! Þessu tvennu blandað saman í smáköku: himneskt!

Þessar kökur eru svo dúnmjúkar og yndislegar að ég get lofað ykkur því að það er leitin að annarri eins smáköku. Ég mæli með að tvöfalda uppskriftina. Eða þrefalda. Jú, eða vera villtur og fjórfalda hana! Af hverju? Jú, þessar kökur hverfa ofan í gráðuga munna á augabragði. Nema á þeim sem hata rjómaost og hvítt súkkulaði en svoleiðis fólk vill maður ekki hafa í lífi sínu.


Ostakaka og hvitt súkkulaði
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið smjöri, rjómaosti, sykri, púðursykri og vanilludropum vel saman í annarri skál í um það bil tvær mínútur. Bætið eggjunum saman við, einu í einu.
  3. Blandið þurrefnablöndunni saman við smjörblönduna en passið ykkur að blanda ekki of vel saman. Blandið hvíta súkkulaðinu, sem þið eruð búin að saxa niður, saman við með sleif.
  4. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið í tvo klukkutíma. Hér er hægt að flýta fyrir með því að setja deigið í frysti í hálftíma.
  5. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur.
  6. Búið til kúlur úr deiginu og setjið á ofnplöturnar. Bakið kökurnar í tíu til fjórtán mínútur, eða þangað til þær eru orðna gylltar og fallegar. Leyfið þeim aðeins að kólna og njótið!

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar