Jæja, áfram held ég veginn með engan hvítan sykur, ekkert hvítt hveiti og engar mjólkurvörur í farteskinu. Nú er komið að eplamúffum en ég elska eplakökur af öllu tagi og bara varð að finna leið til að njóta þeirra án gommu af púðursykri og glás af smjöri.

Hér er komin mjög einföld uppskrift sem allir ættu að geta bakað eftir. Paleo-eplamúffur sem runnu allavega mjög ljúflega ofan í mig. Þetta er lítil uppskrift og gefur aðeins um 6-8 múffur því ég er enn að prófa mig áfram í þessum Paleo-heimi, en auðvitað er lítið mál að tvöfalda uppskriftina.


Ómótstæðilegar Paleo-eplamúffur
Hráefni
Epli
Leiðbeiningar
Deig
  1. Hitið ofninn í 220°C og takið til múffuform.
  2. Blandið eggjum, mjólk, olíu, vanilludropum og sírópi vel saman í stórri skál.
  3. Blandið möndlumjöli, matarsóda og múskati vel saman í annarri skál.
  4. Blandið þurrefnunum varlega saman við blautefnin. Setjið til hliðar.
Epli
  1. Bræðið kókosolíu á pönnu yfir meðalhita.
  2. Skellið öllu á pönnuna nema hnetunum og blandið vel saman.
  3. Takið af hellunni þegar eplin eru umlukin hinum hráefnunum.
  4. Deilið eplunum jafnt á milli formanna og hellið deiginu yfir.
  5. Bakið í 20 mínútur. Lækkið hitann á ofninum í 190°C og bakið í aðrar 20 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir