Ég hef áður boðið ykkur upp á mínar útgáfur af sænsku kladdkökunni og þær útgáfur getið þið skoðað hér og hér. Kladdkaka bara klikkar ekki!

Þær kladdkökur eru mjög ljúffengar en þessi kladdkaka slær öll met! Til að gera hana enn klístraðri bætti ég nokkrum Freyju-karamellum út í deigið og útkoman er einfaldlega stórkostleg.

Ég stráði bláu sjávarsalti ofan á kökuna sem ég bjó til einfaldlega með því að blanda saman matarlit og salti. Þetta gerði ég því þessi kaka fór rakleiðis í baby shower sem haldið var fyrir bestu vinkonu mína. Mér finnst svolítið skemmtilegt að bæta þessum lit ofan á brúna kökuna en þið getið auðvitað bara notað venjulegt sjávarsalt.

Nenniði plís að baka þessa köku? Hún á eftir að breyta lífi ykkar!


Ómótstæðileg karamellukladdkaka
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C og klæðið hringlaga form með smjörpappír, sirka 20 sentímetra.
  2. Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Á sama tíma blandið þið sykri, flórsykri, salti og vanilludropum saman í skál.
  3. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við sykurblönduna. Bætið síðan eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel saman.
  4. Loks hrærið þið hveitinu vel saman við.
  5. Hellið helmingnum af deiginu í formið og raðið helmingnum af karamellunum ofan á. Hellið síðan hinum helmingnum ofan á og raðið hinum helmingnum af karamellunum ofan á kökuna.
  6. Bakið í 25-30 mínútur. Stráið sjávarsalti yfir kökuna og leyfið henni að kólna aðeins áður en þið dýfið ykkur í hana.

Umsagnir

Umsagnir