Jæja, þá er komið á síðustu uppskriftinni í þessum æðislega mánuði sem mér persónulega finnst sá skemmtilegasti á Blaka hingað til!

Hverju afmæli fylgir afmæliskaka sem oftar en ekki er alsett nammi. En í þetta sinn hugsaði ég: Af hverju ekki að hafa nammið innan í kökunni? Það sló svona rækilega í gegn og er gaman að sjá hvað börnin verða hissa þegar þau skera í kökuna og nammi veltur út úr henni.

Ég notaði mína bestu skúffukökuuppskrift í þessa köku og ég ét hattinn minn ef þið getið fundið betri skúffukökuuppskrift en þessa!


Öðruvísi nammikaka
Hráefni
Kaka (2 ca 19 cm botnar)
Leiðbeiningar
Kaka
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö 19 sentímetra, hringlaga form.
  2. Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Bræðið smjörið yfir lágum hita og bætið síðan kakóinu og vatninu saman við. Takið af hellunni.
  4. Blandið sýrðum rjóma, eggjum, vanilludropum og matarsóda saman í annarri skál.
  5. Blandið eggjablöndunni við hveitiblönduna og hrærið vel. Bætið síðan smjörblöndunni út í og hrærið bara þangað til allt er orðið blandað saman - ekki hræra of lengi.
  6. Bakið í 15-18 mínútur og leyfið botnunum alveg að kólna áður en kakan er sett saman.
Krem og skreyting
  1. Blandið flórsykri og smjöri vel saman og bætið síðan vanilludropum saman við.
  2. Blandið mjólkinni saman við smátt og smátt þar til kremið er mátulega stíft. Notið matarlit ef þið viljið gera kökuna litríka (dóttir mín vildi grátt - hvað er það?!)
  3. Svo setjum við kökuna saman. Ég keypti ætilegan Monster High-topp á kökuna þannig að ég skar frekar stóran hring í báða botnana og tók þann part úr. Ef þið eruð ekki með topp á kökuna verðið þið að passa að hringurinn sem er á efri botninum sé ekki alveg í gegn.
  4. Setjið krem á neðri botninn og setjið efri botninn ofan á. Fyllið holuna af nammi og setjið síðan krem í kringum hringinn (og á hliðarnar ef þið viljið - ég sleppti því)
  5. Ef þið notið topp setjið þið toppinn á og kakan er tilbúin. Ef þið notið ekki topp þá að sjálfsögðu setjið þið krem ofan á allan efri botninn.

Umsagnir

Umsagnir