Nú er runninn upp síðasti karamelludagurinn og persónulega væri ég til í að hafa alla mánuði karamellumánuði. En ég er náttúrulega ein af þeim sem getur borðað karamellusósu eintóma og skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það! Ókei, ég skammast mín pínu en só með það?

Ég ákvað að enda mars með hvelli en þessir nammibitar eru eitt það besta sem ég hef skapað með þessum mennsku höndum.

Ég hef áður talað um lostætið Súkkulaðiböggla og mig langaði að vinna meira með það. Þannig að ég bjó til botn úr Rice Krispies og Súkkulaðibögglum sem er eitt það besta sem ég hef á ævi minni smakkað. Í botninum er líka karamellusósa en ég notaði Freyju-karamellusósuna sem þið finnið hér – nema ég sleppti hveitinu. En það þurfti smá meira. Extra kikk. Þannig að ofan á slengdi ég fáránlega góðri karamellubráð úr Freyju-karamellum, smjöri og sætri dósamjólk, eða sweetened condensed milk.

Með dósamjólkina þá fæst hún alltaf í asískum matvöruverslunum enda Asíubúar vitlausir í hana. Og ekki furða – þessi dósamjólk er guðsgjöf! Ég get líka borðað hana eintóma skal ég segja ykkur. Og önnur snilld við dósamjólkina er að ef þið kaupið hana í dósum sem verður að opna með dósaupptakara þá getið þið skellt henni í sjóðandi vatn í þrjá klukkutíma og hún breytist í karamellusósu! Bestu karamellusósu í heiminum! Passið bara að bæta alltaf á vatnið í pottinum því það auðvitað gufar upp og það verður að umlykja dósina. Svo verðið þið að leyfa dósinni aðeins að jafna sig eftir þessa þrjá klukkutíma svo sósan gusist ekki út um allt.

En nóg um það – hér koma rugluðustu, gómsætustu, bestu og geggjuðustu nammibitar sem þið munuð smakka á ævi ykkar!


Karamellu- og Rice Krispies-nammibitar
Hráefni
Botn
Leiðbeiningar
Botn
  1. Takið til 20 sentímetra, kassalaga form og setjið smjörpappír í það þannig að pappírinn komi aðeins upp á hliðunum.
  2. Bræðið smjör, sykurpúðar og karamellusósu saman yfir meðalhita í potti. Hrærið endrum og eins.
  3. Þegar það er bráðnað saman takið þið pottinn af hellunni og hellið Rice Krispies og Súkkulaðibögglum saman við. Hrærið vel saman.
  4. Skellið blöndunni í formið og þrýstið henni í botninn með til dæmis glasi. Skellið þessu inn í ísskáp á meðan þið búið til karamellubráðina.
Karamellubráð
  1. Bræðið smjör í potti yfir meðalhita.
  2. Bætið sætu mjólkinni saman við smjörið og hitið hana aðeins - ekki láta hana sjóða.
  3. Bætið karamellunum út í, lækkið hitann og hrærið þar til karamellurnar eru bráðnaðar saman við.
  4. Hellið bráðinni ofan á botninn á meðan hún er heit og dreifið úr henni.
  5. Skellið þessu inn í ísskáp í um klukkustund og skerið síðan í bita.

Umsagnir

Umsagnir