Ókei, ekki örvænta. Ég veit að þessi terta lítur út fyrir að vera voðalega fansí og erfið en hún er svo yndislega einföld. Þið þurfið bara að vera þolinmóð og fylgja leiðbeiningunum. Af hverju? Jú, út af því að þessi terta er algjörlega sjúklega og á eftir að gera ykkur mjög vinsæl í næsta jólaboði.

Piparkökurnar spila hér stórt hlutverk og eru gott mótvægi við hvíta súkkulaðið og rjómann. Krydduð og sykursæt. Þetta gerist ekki mikið betra!


Hvít súkkulaðimústerta með piparkökubotni og súkkulaðihjörtum
Hráefni
Botninn
Tertan
Súkkulaðihjörtun
Leiðbeiningar
Botninn
  1. Myljið piparkökurnar í matvinnsluvél þar til allir stóru bitarnir eru orðnir að mulningi.
  2. Blandið smjörinu saman við og þrýstið í botninn á 22 sentímetra stóru, hringlaga formi. Kælið inni í ísskáp á meðan þið búið til tertuna.
Tertan
  1. Setjið hvíta súkkulaðið í bitum í pott með helmingnum af rjómanum (285 ml) og hitið blönduna yfir lágum hita þar til súkkulaðið er bráðnað. Hrærið í blöndunni af og til en ekki gefast upp og hækka hitann! Þá brennur súkkulaðið og tertan verður ekki vitund lekker.
  2. Á meðan þið eruð að bræða súkkulaðið skulið þið þeyta restina af rjómanum.
  3. Þegar allt hvíta súkkulaðið er bráðnað setjið þið blönduna í skál og leyfið henni að kólna í 10 til 15 mínútur.
  4. Síðan blandið þið þeytta rjómanum vel saman við með písk þar til allir kekkir eru á bak og burt og hellið blöndunni svo yfir piparkökubotninn. Og inn í ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkustundir en best er ef kakan fær að jafna sig yfir nótt.
Súkkulaðihjörtun
  1. Bræðið súkkulaði, annað hvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Ef þið notið ofninn megið þið ekki hafa súkkulaðið inni í meira en 30 sekúndur í senn og passið að hræra á milli.
  2. Hellið súkkulaðinu á bökunarpappírsklædda ofnplötu og dreifið úr því. Hér ráðið þið hvað þið dreifið mikið úr því - því þynnra sem súkkulaðilagið er því þynnri verða hjörtun.
  3. Setjið plötuna inn í ísskáp og kælið þar til súkkulaðið er storknað. Skerið út hjörtu, eða það form sem þið viljið, og skreytið kökuna. Drissið síðan smá flórsykri yfir.

Umsagnir

Umsagnir