Ég er úr Breiðholtinu og yfirleitt ekki með mjög fágaðan smekk. Þess vegna er ég frekar ódýr í reksti. Nema þegar kemur að súkkulaði. Ég elska nefnilega fátt meira í þessum heimi en að háma í mig trufflur frá Lindt – alveg sama með hvaða bragði.

Þess vegna ákvað ég að prófa þessar bollakökur og sá ekki eftir því. Ekki skemmir fyrir að þær eru einstaklega jólalegar út af Jello-inu sem ég smellti með í þær. Best er að borða þessar volgar á meðan guðdómlega Lindt-trufflan er ekki búin að storkna.


Eldrauðar bollakökur með Lindt-trufflu
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C. Blandið hveiti, matarsóda, sykri, mjólk, olíu, eggi og eggjahvítu saman í skál.
  2. Blandið Jello-i saman við og hrærið vel.
  3. Setjið deigið í möffinsform og bakið í um fimm mínútur.
  4. Takið kökurnar úr ofninum og þrýstið Lindt-trufflu í miðjuna á hverri og einni. Bakið í 10 til 12 mínútur til viðbótar.
  5. Leyfið kökunum að kólna aðeins. Þeir sem vilja geta brætt smá súkkulaði til að skreyta þær með.

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar