Út af því að ég er sólg­in í sæt­indi ákvað ég að búa til Paleo-út­gáfu af Snickers.

Nú hugsa marg­ir, kannski ekki marg­ir en sum­ir: Það er ekk­ert mál því hetj­an í Snickers er salt­hnet­an. Mikið rétt. En salt­hnet­ur, sem sagt saltaðar jarðhnet­ur, eru ekki hnet­ur held­ur belg­jurtir og því á bann­lista! Þannig að möndl­ur og kasjúhnet­ur leysa salt­hnet­urn­ar af hólmi og ég verð að segja að þetta er mjög vel heppnað kon­fekt. Saðsamt og nær að full­nægja syk­urþörf­inni án þess að láta mann fá namm­visku­bit og velgju eft­ir tutt­ug­asta bit­ann.

Í þessari uppskrift nota ég súkkulaðið sem ég bjó til í byrjun mánaðar en þið getið líka keypt Paleo-súkkulaði, til dæmis í Krónunni.

Þetta er ein af mínum uppáhaldsuppskriftum í mánuðinum – ég mæli með þessari!


Dínamískt Paleo-Snickers
Hráefni
Botn
Karamella
Leiðbeiningar
Botn
  1. Setjið kasjúhnet­ur í mat­vinnslu­vél og myljið.
  2. Blandið rest­inni af hrá­efn­un­um vel sam­an við.
  3. Ef þið notið kasjúhnetu­smjör blandið þið strax öll­um hrá­efn­um vel sam­an - engin mat­vinnslu­vél.
  4. Þrýstið blönd­unni í form sem er þakið smjörpapp­ír, 18-20 sentí­metra stórt, og frystið í 1 klukku­stund.
Karamella
  1. Setjið möndl­ur í mat­vinnslu­vél og myljið ræki­lega. Blandið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við í vél­inni og myljið og myljið þar til kara­mell­an er orðin silkimjúk. Smyrjið þessu yfir fros­inn kasjú­botn­inn.
  2. Þetta er hægt að borða svona en hvað er Snickers án súkkulaðis? Bræðið 100-200 grömm af Paleo-súkkulaði og hellið yfir blönduna eða skerið í bita og þekið með súkkulaði.
  3. P.s. Þetta stend­ur sig ekk­ert alltof vel við stofu­hita þannig að gúffið þessu í ykk­ur beint úr fryst­in­um.

Umsagnir

Umsagnir