Nú hljóma ég svolítið mikið eins og biluð plata þannig að ég segi bara sorrí með mig fyrirfram.

Ég var að rölta í Hagkaupum í vikunni og rak augun í risastóran poka frá Hershey’s af einhverju sem ég hafði ekki tekið eftir áður – nefnilega Butterscotch-bitum. Við Íslendingar eigum ekki gott orð yfir þennan unað en þetta er eins konar karamellusúkkulaði ef það meikar einhvern sens. Auðvitað kippti ég með mér poka og lagði höfuðið í bleyti hvað væri hægt að gera úr þessari dásemd. Útkoman varð þessi haframjölskaka þar sem brúnað smjör fer með stórt hlutverk. Og eins og ég hef sagt áður þá elska ég að brúna smjör.


Brúnað smjör og Butterscotch
Hráefni
Krem
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið elegant form.
  2. Blandið saman hveiti, haframjöli og salti í skál og setjið skálina til hliðar.
  3. Setjið Butterscotch-bitana í stóra skál og brúnið því næst smjörið. Kíkið hér fyrir neðan ef þið kunnið ekki að brúna smjör.
  4. Hellið smjörinu yfir Butterscotch-bitana og hrærið þar til þeir eru bráðnaðir. Bætið því næst sykrinum saman við og hrærið þar til hann hefur leysts upp.
  5. Blandið eggi og vanilludropum við smjörblönduna og að lokum er hveitiblöndunni hrært saman við.
  6. Skellið deiginu í form og bakið í 17 til 20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en hlaðið er í krem.
Krem
  1. Setjið vatn og púðursykur í skál sem þolir örbylgjuofn og setjið hana inn í ofninn í 30 til 60 sekúndur, eða þar til blandan er farin að sjóða.
  2. Hellið Butterscotch-bitunum út í og hrærið þar til þeir eru bráðnaðir.
  3. Hellið kreminu yfir kökuna og hámið hana í ykkur.

Umsagnir

Umsagnir