Já, ég veit hvað þið eigið eftir að hugsa þegar þið skrollið niður og kíkið á þessa uppskrift: Enn einu sinni notar hún rjómaost, og nóg af honum! Sorrí með mig – ég skal reyna að hætta þessu. Eða, nei – rjómaostur er bara svo sjúklega góður að ég ræð ekkert við mig!

En þessi kaka ber nafn með rentu. Hún er algjör sæla. Hvort sem hún er borðuð volg úr ofninum eða tveggja daga gömul og ísköld. Algjörlega mergjuð! Já, best að reyna að koma orðinu mergjað aftur í tísku!


Brómberjasæla
Hráefni
Kaka
Rjómaostalag
Mulningur
Leiðbeiningar
Kaka
  1. Hitið ofninn í 185°C og smyrjið hringlaga kökuform.
  2. Blandið hveiti, salti, lyftidufti, púðursykri og súraldinberki vel saman og setjið til hliðar.
  3. Bræðið smjörið í örbylgjuofni og leyfið því að kólna í 3 til 5 mínútur. Blandið því síðan saman við eggið, mjólkina og vanilludropana.
  4. Blandið þurrefnum saman við smjörblönduna og blandið síðan brómberjunum varlega saman við. Setjið deigið í kökuformið.
Rjómaostalag
  1. Blandið öllu vel saman og smyrjið yfir kökuna.
Mulningur
  1. Blandið hveiti, púðursykri og kanil vel saman.
  2. Brytjið smjörið út í og vinnið blönduna með höndunum þar til hún líkist mulningi.
  3. Dreifið mulninginum yfir kökuna og bakið hana í 35 til 45 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í 15 til 20 mínútur áður en hún er tekin úr kökuforminu.

Umsagnir

Umsagnir