Ég elska vanillubúðing. Og ég elska ostakökur. En hvað myndi gerast ef ég myndi blanda þessu tvennu saman? Jú, það gerðist nefnilega eitthvað stórkostlegt í eldhúsi Blöku.

Þið bara verðið að prófa þessa ofureinföldu ostaköku! Og ef þið eruð enn að kaupa pakkabúðing út í búð þá mæli ég hiklaust með að þið búið til ykkar eigin búðing. Það er fáránlega einfalt og búðingurinn er bara miklu betri – hvort sem hann er borinn fram heitur eða kaldur. Ég lofa!

Þessa köku verðið þið að prófa. Hún mun breyta lífi ykkar til hins betra.


Bananaostakaka sem kemur á óvart
Hráefni
Botn
Ostakaka
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til eldfast mót eða hringlaga form, sirka 20 sentímetra stórt.
  2. Blandið öllum hráefnum vel saman og þrýstið blöndunni í botninn á forminu.
  3. Bakið í 10 mínútur og leyfið botninum að kólna alveg.
Ostakaka
  1. Byrjum á búðingnum. Blandið hveiti, sykri og salti vel saman í potti með písk.
  2. Blandið mjólk varlega saman við og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í blöndunni þar til hún byrjar að sjóða svo það komi ekki kekkir.
  3. Þegar blandan er búin að þykkna hellið þið sirka 2 bollum af henni saman við eggjarauðurnar í lítilli skál og hrærið vel saman. Síðan hellið þið því aftur saman við búðinginn yfir hita og leyfið þessu að malla þar til þykktin minnir á búðing. Hrærið samt stanslaust í blöndunni.
  4. Takið af hellunni og bætið vanilludropum saman við.
  5. Þeytið rjómaost í annarri skál þar til hann er léttur og ljós og blandið síðan búðingnum saman við.
  6. Hellið helmingnum af búðingnum ofan á botninn. Raðið síðan bananasneiðum ofan á og hellið hinum helmingnum ofan á.
  7. Skreytið með karamellukurli, hyljið með plastfilmu og kælið í ísskáp, helst yfir nótt.

Umsagnir

Umsagnir