Það er alveg spurning hvort ég ætti að stofna nýja síðu sem heitir einfaldlega Blaka ostakökur því ég gæti borðað ostakökur allan daginn, alla daga, allan ársins hring. Þetta er í raun sjúkdómur – sem ég vil alls ekki læknast af.

Það yndislega við ostakökur er líka að það er hægt að baka þær á marga mismunandi vegu. Eða bara alls ekkert baka þær en ég er eiginlega skotnust í þeirri aðferð. Ekki út af tímasparnaði heldur finnst mér rjómaosturinn bara miklu bragðbetri þegar ostakakan er ekki bökuð.

Þessa ostaköku þarf alls ekki neitt að baka – ekki einu sinni botninn. Og nú veltið þið fyrir ykkur hvernig þessi kaka passar í poppþemað mitt? Jú, botninn er úr poppi! Af hverju fattaði ég þetta ekki fyrr?! Poppbotn er algjör snilld!

Ég blandaði poppinu við Oreo-kex með hnetusmjörsbragði en þið náttúrulega ráðið hvaða kex þið notið. En ég mæli með að nota kex með poppinu til að botninn haldist betur saman.

Skemmtið ykkur hryllilega vel við að hlaða í þessa mögnuðu ostaköku!


Alltof góð ostakaka með poppbotni
Hráefni
Botn
Ostakaka
Leiðbeiningar
Botn
  1. Myljið popp og kex og blandið því vel saman í skál.
  2. Setjið púðursykur, sjávarsalt og smjör í pott og bræðið saman yfir meðalhita.
  3. Hrærið stanslaust í blöndunni þar til hún byrjar að sjóða. Leyfið henni að sjóða í 4 mínútur og hrærið allan tímann.
  4. Hellið smjörblöndunni saman við popp- og kexmulninginn og þrýstið í meðalstórt eldfast mót eða kökuform.
  5. Skellið mótinu inn í ísskáp á meðan þið búið til ostakökuna.
Ostakaka
  1. Blandið rjómaosti og karamellusósu vel saman.
  2. Bætið flórsykri og vanilludropum því næst saman við.
  3. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostablönduna.
  4. Hellið blöndunni yfir botninn og setjði inn í ísskáp í um klukkustund.
  5. Skerið Freyju-karamellur niður og skreytið kökuna.

Umsagnir

Umsagnir