Hér erum við að tala um svo ofureinfaldar kræsingar sem hægt er að gera langt fram í tímann. Og já, þetta er líka alveg dísætt og dásamlega gott.

Þetta eru nefnilega broskallakökur og sem fyrr getur öll fjölskyldan tekið þátt í því að skreyta kökurnar. Þannig getur hver og einn skreytt kökur með sínum eftirlætisbroskalli og skapast skemmtileg stemning við að reyna að vera eins frjór og hægt er.

Svo er þetta svo litríkt og fallegt á veisluborði – algjörleg unaður!


Æðislegar broskallakökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á því að taka öll Oreo-kexin úr pakkningunum.
  2. Bræðið gula súkkulaðið í örbylgjuofni, bara 30 sekúndur í senn og passið að hræra á milli svo það brenni ekki.
  3. Dýfið hverju Oreo-kexi í súkkulaðið og veiðið það upp með skeið. Reynið að láta sem mest leka af kexinu áður en þið setjið það á bökunarpappírsklæddan bakka.
  4. Leyfið súkkulaðinu að storkna og best er að skella kexinu inn í ísskáp í hálftíma.
  5. Svo látið gefið þið ímyndunaraflinu lausan tauminn og teiknið broskalla á kökurnar.

Umsagnir

Umsagnir