Dúnmjúkt og sykurlaust möndlumjölsbrauð

Þið sem fylgist eitthvað með þessari síðu, tóku kannski eftir Paleo mánuðinum mínum þar sem ég bjó til alls kyns góðgæti sem innihélt ekkert hveiti, engan sykur og engar mjólkurvörur. Það reyndist mér, sykurfíklinum, afar erfitt en það var líka…

Kynlausa fermingartertan

Ég verð að byrja á að afsaka uppskriftarleysi síðustu daga. En það er góð ástæða fyrir því, þar sem ég er nú að vinna að bökunarbókinni minni og lítill tími fyrir neitt aukalega. Því miður. En ég fékk skemmtilega bón…

Þrefaldar súkkulaðibitakökur

Eitt af því sem ég bakaði alltaf fyrir jólin með móður minni þegar ég var yngri voru súkkulaðibitakökur. Einstaklega einfaldar kökur sem standa alltaf fyrir sínu en uppskriftina að þeim má finna hér. Fyrir þessi jól ákvað ég að poppa…

Alltof góður poppbúðingur

Ókei, ég veit hvað þið eruð að hugsa. Popp og búðingur – fer það virkilega vel saman? Ég heyri yfirlætið og vantrúna í hugsunum ykkar og ég er hér til að segja ykkur að þessi blanda er vissulega skrýtin en…

Bollakökur með karamellubúðing og karamellukremi

Ég elska að koma fólki á óvart og því finnst mér rosalega skemmtilegt að baka bollakökur með einhverju földu í miðjunni. Ég prófaði mig áfram með karamellubúðing sem heppnaðist svona rosalega vel þannig að ég ákvað að hlaða í karamellubollakökur…

Eftirréttur með tvöföldum skammti af Oreo

Hér er á ferð ein af mínum farsælustu tilraunum í eldhúsinu en þessi eftirréttur er kominn á topp 3 listann minn yfir bestu eftirrétti Blaka. Ég náttúrulega elska Oreo út af lífinu og er nóg af því í þessum eftirrétt…

Piparkökukaka með hvít súkkulaði búðingi

Loksins, loksins, loksins er Þorláksmessa runnin upp – einn af mínum uppáhaldsdögum á árinu! Þessi dagur er algjörlega heilagur fyrir mér og vil ég vera búin að öllu jólastússi til að geta notið þess að skreyta í rólegheitum og eyða…

Snickers-kleinuhringjakaka

Nei þetta er sko ekki grín! Ég bakaði í alvöru kleinuhringjaköku! Hugmyndin kviknaði þegar haft var samband við mig frá kökublaði Vikunnar og ég beðin um að deila uppskrift. Þá fór keppnismanneskjan í mér á fullt og ætlaði ég sko…

Ruglaður eftirréttur

Ég veit að ég hljóma eins og biluð plata þegar ég þarf að lýsa þessum dásemdum á blogginu mínu (já, ég er mjög hógvær) en þessi eftirréttur er eitthvað sem maður getur töfrað fram með annarri en samt látið fólk…

Hunangskökur með óvæntum glaðningi

Þeir sem þekkja mig og minn bakstur vita að ég veit fátt skemmtilegra en að baka eitthvað sem leynir á sér. Mér áskotnaðist hunang og þar sem ég er minnsta tedrykkjukona í heimi ákvað ég að finna út hvað ég…

Oreo-bollakökur

Ég eignaðist litla, undurfagra, fullkomna dóttur fyrir akkúrat átta dögum og um helgina var ákveðið að skíra þetta furðuverk hérna heima í stofu. Þó ég hafi oft verið hressari þá gat ég alls ekki leyft öðrum að sjá um veitingarnar….

Brjóstabollakökur

Í dag er 19. júní – sjálfur kvenréttindadagurinn. Því fannst mér vel við hæfi að skella í bleikar bollakökur á þessum degi og enn meira við hæfi að hafa það fallega bleik brjóst svona í ljósi þess að vitundarvakningin Free…

Bananabaka

Á mínu heimili er mikið talað um að ég hafi sérstaka unun af því að baka með bönunum. Ég fussa bara og sveia og segi að það sé ekki rétt…en kannski er eitthvað til í því. Það nefnilega gerist oft…