Girnilegir grísir

Mig langaði að búa til einhverjar smákökufígúrúr fyrir þennan mánuð og var búin að reyna ýmislegt áður en ég rambaði á þessa yndislegu, sætu, girnilegu og gómsætu grísi. Ég meina, getið þið staðist þessar dúllur? Ég hélt ekki…

Yndislegar Oreo-smákökur

Það elska allir smákökurnar á Subway sem hafa eitthvað vit í kollinum og ég er að segja ykkur það – þessar smákökur eru alveg jafn yndislegar og Subway-smákökurnar, bara með dass af Oreo í þeim. Leynihráefnið hér, til að gera…

Samlokukökur fullar af piparkökubragði og rjómaosti

Jæja, þá er komið að fyrstu uppskriftinni á milli jóla og nýárs. Ég vona svo innilega að þið hafið fundið eitthvað sem þið hafið getað bakað á aðventunni og að það hafi glatt ykkur og ykkar nánustu. Ég geri ráð…

Mömmukökurnar hennar mömmu

Það er langt síðan ég hef boðið upp á bónusuppskrift en ég bara stóðst ekki mátið núna enda korter í jól. Þetta eru mömmukökur og er uppskriftin að sjálfsögðu frá móður minni sem klikkar aldrei í bakstrinum! Ég bakaði þessar…

Lakkríspiparkökur með lakkrísglassúr

Lakkrís, lakkrís, lakkrís. Vertu sæll, kæri vinur! Eins og þið sáuð kannski í lakkrísþemanu fyrir stuttu þá elska ég lakkrís og því fannst mér tilvalið að samtvinna mínar tvær stærstu ástríður á aðventunni – lakkrís og piparkökur. Þessar eru alveg…

Piparkökurnar hennar mömmu

Loksins, loksins er desembermánuður kominn! Ég er búin að hlakka svo til að deila með ykkur uppskriftunum mínum fyrir jólamánuðinn því þemað er piparkökur og ég eeeelska piparkökur! Allar uppskriftirnar í desember eru innblásnar af þessum krydduðu kökum sem mér…

Rosalegar smákökur með Snickers og karamellu

Nú styttist óðfluga í jólin og margir eflaust farnir að huga að smákökubakstrinum. Ég baka alltaf alltof margar sortir, borða alltof margar kökur og verð alltof sykursæt á aðventunni. En þannig á það líka að vera #mínskoðun. Hér eru einar…

Bláberja- og súkkulaðidúllur

Ég elska þegar uppskriftir og kruðerí koma mér á óvart. Eitthvað sem ég hélt að yrði afleitt verður bara algjör draumur. Þessar smákökur eru gott dæmi um það og þess vegna kalla ég þær dúllur. Því þær eru svo sætar…

Kanilkökur með hvítu súkkulaði

Aftur býð ég upp á smákökur í þessum mánuði, einfaldlega út af því að það er svo gaman að baka smákökur og svo hentugt að eiga nokkrar í dunki þegar gesti ber óvænt að garði. Og þar sem ég er…

Hvítt súkkulaði og karamellukurl

Ég er stundum spurð hvað mér finnst skemmtilegast að baka. Það finnst mér alltaf jafn erfið spurning. Ég get ekki gert uppá milli barnanna minna. Hins vegar hef ég lengi vel verið mjög svag fyrir að baka smákökur. Kannski út…

Toblerone-smákökur

Ég er nýlega komin heim frá Taílandi sem var án efa ferð lífs míns. Þriggja mánaða ævintýri. Hjá mér vaknar alltaf mikil fortíðarþrá á flugvellinum og ég get barasta ekki sleppt því að kaupa mér nammi í fríhöfninni – þó…

Súkkulaðibitakökur

Hér kemur ein gömul og góð sem móðir mín bakaði alltaf fyrir jólin. Hún sleppti hins vegar alltaf öllu óþarfa skrauti – eins og Smarties og nammi. Ég er mikil skrautkona og því skreyti ég nánast allar mínar kökur með…

Daim- og Rice Krispies-kökur

Ef ég ætti að velja eitt orð til að lýsa þessum smákökum þá væri það: Stökkar. Maður fær aldrei leið á að búa til hefðbundnar Rice Krispies-kökur. Þið vitið, einkennismerki góðs barnaafmælis. Kökur sem eru svo guðdómlega klístraðar að það…

Kit Kat-kökur

Mér finnst algjör óþarfi að finna einhver dásamleg lýsingarorð fyrir smákökur sem innihalda Kit Kat. Eruð þið ekki sammála? Maður fær einfaldlega ekki leið á Kit Kat og ekki á þessum kökum heldur.

Maltesers- og poppkökur

Ég er algjör poppfíkill. Því ákvað ég að prófa hvernig væri að baka með poppi. En það var ekki nóg að hafa bara popp. Ó nei, ég þurfti eitthvað aðeins meira kikk. Maltesers varð fyrir valinu sem súkkulaðiviðbót í kökurnar….

Lakkrís- og möndlukökur

Sko, þessar kökur eru frekar góðar. Kannski er það bara út af því að ég elska lakkrís. Hver veit? En út af því að lakkrísinn er frekar saltur og möndludroparnir sætir þá bragðast þessar kökur svolítið eins og lakkrísmarsipan. Hljómar…