Sænsk kladdkaka með lakkrís

Ég varð aðeins of æst þegar ég gerði kladdkökuna með Mars-i í síðasta mánuði þannig að ég hlóð í aðra kladdköku í þessum mánuði – nú með lakkrís. Ég held að ég verði barasta að búa til kladdköku í hverjum…

Könnukaka með lakkrís

Ég hef áður látið gamminn geysa um ágætu könnukaka enda er þetta eitt af því auðveldasta sem þið gerið í eldhúsinu og tilvalið fyrir þá sem eru ekki góðir í bakstri en vilja verða betri. Hér kemur þemað sterkt inn…

Brjálæðislega bragðgóður lakkrísmarens

Hver elskar ekki góðan marens? Ef þeir eru bakaðir rétt eru þeir algjört lostæti #mínskoðun. Margir eiga í erfiðleikum með að gera hinn fullkomna marens en það er í raun mjög einfalt. Það eru nokkur lykilatriði sem þarf að hafa…

Sjúk lakkríseplakaka

Þið þurftuð örugglega að lesa þennan titil tvisvar. Lakkrís og epli? Saman í köku? Getur það virkað? Stutta svarið er: Já! Langa svarið er: Þetta er ein albesta eplakaka sem ég hef nokkurn tímann bakað og mig dreymir hana í…

Ómótstæðileg lakkrís- og súkkulaðikaka

Þá er komið að því. Heill mánuður með lakkrísþema. Ég elska lakkrís meira en lífið sjálft og vildi bara gera gúmmulaði með alvöru lakkrísbragði. Sérstaklega eftir að ég gerði minn eigin lakkrís og hann var svo miklu meira gordjöss en…

Mars- og Malteserssprengja

Jæja krakkar. Það kom eiginlega ekkert annað til greina en að þessi sykurgúmmulaðiofurbomba myndi ljúka þessum ljúffenga septembermánuði. Ég veit ekki með ykkur en september er búinn að vera uppáhaldsmánuðurinn minn það sem af er árinu – og ekki bara…

Hafrabomba með Mars-i

Ef að þið eruð eitthvað eins og ég og elskið þegar einfalt og þurrt haframjöl hittir ljúffengt smjör og súkkulaði þá eigið þið eftir að elska þessa bombu! Hún hefur nefnilega þetta allt og ekki skemmir fyrir að hún er…

Syndsamlega góðar Mars-brúnkur

Brúnkur, eða brownies, eru alveg hrikalega góðar ef maður bakar þær rétt. Kostur við brúnkur er líka að maður þarf ekki að draga fram handþeytara eða hrærivél – maður á alltaf að hræra í þær með handaflinu einu saman. Galdurinn…

Mars Krispies

Nei ekki Rice Krispies. Mars Krispies. Sem sagt, Rice Krispies-kökur með Mars-i. Jebb – það er alveg eins himneskt og það hljómar. Rice Krispies-kökur eru nefnilega alveg tussugóðar eins og þær eru. Hefðbundnar. Klikka aldrei. En Rice Krispies-kökur með Mars-i…ég…

Besta ostakaka sem ég hef bakað

Ég fagnaði afmæli mínu 9. september og bauð að sjálfsögðu í kaffi enda veit ég fátt skemmtilegra en að baka fullt af sortum ofan í fáa gesti og eiga svo afganga í viku. Ekkert sérstaklega gott plan fyrir meðgöngukílóin sem…

Sænsk kladdkaka með Mars-i

Svíar eru algjörir snillingar í að búa til kökur sem heimurinn elskar og kladdkakan er gott dæmi um það. Kladdkakan er yndislega klístruð og djúsí og gæti ég alveg borðað hálfa svoleiðis án þess að blikka augunum. Ókei, ég gæti…

Rabarbara- og karamellukaka

Fyrst að ég leyfði rabarbanum að vera með í þema mánaðarins finnst mér við hæfi að loka mánuðinum með þessu súra lostæti. Í þessari uppskrift spilar karamellusósa stórt hlutverk til að vega upp á móti súra bragðinu. Ég mæli með…

Ostakaka með óvæntu hráefni

Ókei, kannski pínulítið dramatísk fyrirsögn fyrir þessa köku. En það er sko sýrður rjómi í henni. Ég veit ekki með ykkur en ég hef aldrei bakað ostaköku með sýrðum rjóma. Og ég hef reyndar aldrei fyrr bakað ostaköku sem þurfti…

Hindberjabrúnka

Jæja, nú er búið að vanta næstum því allt súkkulaði í þennan mánuð og við ætlum að bæta úr því með þessum unaðslegu brúnkum! Að þessu sinni ætlum við að vinna aðeins með hindber sem bjóða upp á þennan yndislega…

Brómberjasæla

Já, ég veit hvað þið eigið eftir að hugsa þegar þið skrollið niður og kíkið á þessa uppskrift: Enn einu sinni notar hún rjómaost, og nóg af honum! Sorrí með mig – ég skal reyna að hætta þessu. Eða, nei…

Berjabomba

Jæja elsku Blakarar, nú er ágústmánuður genginn í garð. Sem þýðir bara eitt: nýtt þema á blogginu! Það eru bestu fréttir sem ég hef heyrt í langan tíma því það þýðir að ég fæ að finna uppá alls kyns nýju…